Háskóli Íslands

Leirsmiðja

Leirsmiðja - Örnámskeið

Er hægt að búa til bolla úr grjóti? Hvað ef maður malar grjótið mjög fínt, blandar við það smá vatni og mótar það svo? Finnst svoleiðis efni kannski í náttúrunni?
 
Í leirsmiðjunni ætlum við að skoða leir, hvernig hann verður til í náttúrunni og hvernig hægt er að grafa hann úr jörðinni og vinna. Er hægt að finna leir á Íslandi og væri svoleiðis leir kannski á einhvern hátt öðruvísi en útlenskur leir?
 
Við munum svo að sjálfsögðu leika okkur aðeins með mismunandi gerðir leirs, bæði jarðleir og steinleir, og prófa að móta hann með höndunum. Að lokum ætlum við að útbúa postulín, sem er sérstaklega hart og gott leirefni og búið til með því að blanda hvítum leir við önnur efni.
 
Kennari: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og kennari við Vísindasmiðju Háskóla Íslands