Háskóli Íslands

Líf og fjör á Háskólasvæðinu

Það hefur verið mikið líf og fjör á Háskólasvæðinu frá því Háskóli unga fólksins var settur á Háskólatorgi á mánudaginn. 
Nemendur sátu tveggja dag námskeið mánudag og þriðjudag, afbrotafræði, eðlisfræði, blaða- og fréttamennska, efnafræði, skutlugerð, lyfjafræði og vindmyllusmíði er aðeins brot af því sem í boði var að ógleymdri grillveislunni í hádeginu þriðjudag. 
 
Nemendur í Háskóla unga fólksins gerðu víðreist á þemadeginum miðvikudag en þá vörðu þau heilum degi í tiltekinnni grein sem þau höfðu valið. RÚV, Ljósafossstöð, Ráðhús Reykjavíkur, Faxaflói og Læknagarður voru meðal þeirra staða sem heimsóttir voru og óhætt er að segja að gleðin og forvitnin hafi verið alls ráðandi í þeim skemmtilegu heimsóknum og verkefnum sem farið var í. 
 
Fimmtudag og föstudag sækja nemendur örnámskeið og við minnum á að kl. 13 föstudag verður vegleg lokahátíð og vísindagleði í Háskólabíói og þangað er foreldrum, forráðamönnum og systkinum einnig boðið.