Háskóli Íslands

Lífsleikni – leiklist – gleði

 

Lífsleikni – leiklist – gleði 

Njótum lífsins! 
Þér býðst að taka þátt í ævintýradegi þar sem allt getur gerst.
Á þessu námskeiði verður blandað saman lífsleikni, leiklist og gleði. Öllu er blandað saman í heitan pott, hrært vel í, suðan látin koma upp og bragðað á!
 
Þátttakendum verður boðið að vinna með skapandi aðferðum.  Þeir kynnast nokkrum leikjum sem tengjast lífsleikni. Að því loknu verður lagt af stað í leiðangur, þátttakendur skapa sína eigin sögu, þar sem leiklist, tjáning, samræða og skapandi vinnubrögð fléttast saman. Seinni hluta dags búa þátttakendur til sitt eigið leikverk, það gera þeir með hlutum, myndum og texta sem þeir safna úr ýmsum áttum. Gleðin tekur síðan völdin þegar þátttakendur sýna verk sín. 
 
Kennari: Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Hanna Ólafsdóttir, myndlistakona og lektor í listgreinum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands