Háskóli Íslands

Listfræði

Listfræði á Google tímum - Örnámskeið

Safnafræði í Háskóla unga fólksins

Kanntu að lesa myndmál?  Hver er munurinn á tungumáli og myndmáli? Getur þú yfirfært myndmál í orð?
 
Á þessu námskeiði veltum við fyrir okkur áhrifum og möguleikum myndmáls sem miðils. Spáum í hlutverk listfræðingsins og kynnumst nokkrum leiðum til þess að túlka myndlist.
 
Farið verður stuttlega yfir sögu myndmálsins; allt frá hellamálverkum yfir til myndgreiningartækni sem Google notar til þess að koma upplýsingum á framfæri. Mynd segir meira en þúsund orð. 
 
Kennari: Viktor Pétur Hannesson, myndlistarmaður og framhaldsnemi í listfræði við Háskóla Íslands