Háskóli Íslands

Loftsteinar og árekstrar

Loftsteinar og árekstrar - Örnámskeið

Hvað eru stjörnuhröp og loftsteinar? Hvað gerist ef stór steinn rekst á jörðina? Í námskeiðinu fá nemendur að handleika alvöru loftsteina frá tunglinu, Mars og úr smástirnabeltinu.
 
Við skoðum hvernig gígar verða til, hvar stærstu gíga sólkerfisins er að finna og hvernig hægt er að nota gíga til að finna út hve gömul yfirborð mismunandi hnatta eru. Gæti lífið hafa komið til jarðar með loftsteinum? 
 
Kennari: Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari í Vísindasmiðju Háskóla Íslands.