Háskóli Íslands

Lögfræði

Lögfræði - Tveggja daga námskeið 

Kennsla og vettvangsferð í einn af leyndardómum Háskóla Íslands.
 
Hvað eru lög? Hvernig verða lög til? Af hverju förum við eftir lögum?
 
Til þess að geta svarað þessum spurningum þurfum við að skoða þá sem fara með valdið í landinu, hver gerir hvað og hvernig þessir valdhafar vinna saman. Hverjir dæma eftir lögunum og hvernig komast þeir að niðurstöðu? Eru lögfræðingar oft að elta glæpamenn eins og í Law and Order? Fjallað verður um grundvallaratriði lögfræðilegrar aðferðarfræði og hvernig finna má svör við hinum ýmsu spurningum sem vakna í daglegu lífi.
 
Nemendur eru hvattir til að taka virkan þátt og reynt verður að flétta spurningar þeirra inn í námskeiðið með því að leysa úr þeim með aðferðum lögfræðinnar. 
 
Kennari: Elín Ósk Helgadóttir, lögfræðingur LL.M. og stundakennari við Háskóla Íslands