Háskóli Íslands

Lokahátíð og vísindaafmæli

Viðburðaríkri viku lauk með glæsilegri lokahátíð og vísindaafmæli í Háskólabíó 14. júní.  Allir nemendur fengu viðurkenningarskírteini og tóku í hönd skólastjóra Háskóla unga fólksins og rektors Háskóla Íslands. Brynjar Dagur sigurvegari Ísland got talent var með glæsilegt dansatriði.
Tekin var hópmynd og svo blásið til afmælisveislu þar sem allir fengu afmælisköku.  Veglegt vísindaafmæli var í kjölfarið þar sem nemendur, foreldrar/forráðamenn og systkyni upplifðu lifandi vísindamiðlun.  Þar var meðal annars boðið upp á japanska búninga og skrautskrift, leiki og þrautir, heimspekivangaveltur, hjartahnoð á dúkkum, stjörnutjald, ýmis tæki og tól, furðuspegla, mælingar og alls kyns óvæntar uppgötvanir. Gleðin skein úr hverju andliti og nú bíða margir spenntir eftir næsta ári.  Takk fyrir vikuna frábæru nemendur, þið eruð einstök.