Háskóli Íslands

Lyfjafræði

Lyfjafræði - Lyfjafræðingurinn í dag - Tveggja daga námskeið 

Hvaða plöntur eru mikilvægastar fyrir daglegt líf okkar?  Fjallað verður um plöntur sem hagnýttar eru til framleiðslu á lyfjum, matvælum, eldsneyti, sælgæti, rjómaís, tannkremi og snyrtivörum.   Rætt verður um nytjaplöntur sem vaxa á landi og þara sem vex í sjó.  

Lyfjafræðin er fjölbreytt fag innan heilbrigðisvísindanna. Þar fara fram ýmsar rannsóknir, allt frá því hvaða efni hafa lyfjafræðilega virkni gagnvart ákveðnum sjúkdómi, hvernig þau eru sett saman (formúleruð) í endanlegt lyfjaform og síðan hvernig þau reynast sjúklingnum.

Þar sem lyfjafræðin tekur sífelldum breytingum verður fjallað um það hvert lyfjafræðin stefnir, frá apóteksframleiðslu yfir í lyfjafyrirtækin. Nemendur munu fá að kynnast ýmsum þáttum lyfjafræðinnar og hvað það þýðir að vera lyfjafræðingur. Nemendur fá einnig að kynnast vinnubrögðum í framleiðslu krema samkvæmt forskrift.

KennararBergþóra Sigríður Snorradóttir, sérfræðingur við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Unnur Arna Þorsteinsdóttir, doktorsnemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands