Háskóli Íslands

„Mannfræði er skemmtileg en stjórnmálafræði skemmtilegri“

Höfundur: 
Alexandra Maximsdóttir, Birta Rakel Óskarsdóttir og Arnar Ágúst Kristjánsson

„Mannfræði  er skemmtileg en stjórnmálafræði skemmtilegri,“ segir Elís Orri Guðbjartsson,  nemandi við Háskóla Íslands .Hann var að ljúka við annað ár sitt í HÍ og á því eitt ár eftir. Þrátt fyrir að háskólanám  geti verið erfitt ætlar Elís að taka master í stjórnmálafræði. Hann segir að áhugi létti námið verulega og gerir það mun skemmtilegra.

Þegar Elís var yngri vildi hann verða atvinnumaður í fótbolta eins og margir aðrir drengir. Eftir HÍ er hann ekki alveg ákveðinn en vill vinna með eitthvað tengt alþjóðasamskiptum. Elís Orri er með mannfræði sem aðalfag en stjórnmálafræði sem aukafag. Mannfræði og stjórnmálafræði  eru kennd bæði sem aðal- og aukagrein í HÍ.