Háskóli Íslands

Mið-Austurlandafræði

Mið-Austurlandafræði - Örnámskeið

Menning og mannlíf Mið-Austurlanda er í senn margbrotið og heillandi. Í þessu námskeiði kíkjum við á minjar um forn menningarsamfélög, allt frá Súmerum og Egyptum fyrir þúsundum ára, og rennum yfir sögu, trúarbrögð og tungumál landanna, allt til dagsins í dag. Við skoðum sérstaklega íslam, uppruna þess og samfélög múslima.

Nemendur fá auk þessa skyndinámskeið í arabísku og geta spreytt sig á að skrifa nokkur orð með arabískum stöfum. 

Kennari: Þórir Jónsson Hraundal, aðjúnkt við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.