Háskóli Íslands

Miðaldir og nútíminn

Miðaldir og nútíminn

Kennslustund í Háskóla unga fólksins

Hvað eru miðaldir? Hvað vitum við um þær og hvaða máli skipta þær fyrir nútímann?
 
Í námskeiðinu verður  fjallað um hugtakið miðaldir, við hvað það á, hvaða heimildir eru til um það tímabil og hver munurinn er á íslenskum miðöldum og erlendum. Í Evrópu má víða sjá glæsilegar byggingar, kastala og kirkjur, sem reistar voru á miðöldum. Listasmíðar Íslendinga á miðöldum eru ekki jafnáberandi heldur samastanda af dýrmætum skinnhandritum sem varðveita merkilegar bókmenntir.  Fjallað verður um þessar bókmenntir, ólíkar greinar þeirra, hverjir sömdu þær og af hverju.
 
Áhrif miðalda og miðaldabókmennta í gegnum aldirnar verða einnig skoðuð, sem og hvernig slíkt efni er notað í samtímanum, t.d. sem efniviður í sjónvarpsþáttum á borð við Vikings og Game of Thrones og kvikmyndunum um ofurhetjuna Þór.
 
Kennarar: Þórdís Edda Jóhannesdóttir og Kolfinna Jónatansdóttir, doktorsnemar í Íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands