Næringarfræði

Getur það sem við borðum haft áhrif á það hvernig okkur líður? Er hægt að bæta minni, námsárangur og árangur í íþróttum með hollu mataræði? Afhverju þurfum við að borða og hvaða næringarefni eru í matnum? Hvað hefur áhrif á fæðuval? Hvað eru ráðleggingar um mataræði og af hverju skipta þær máli?
 
Í þessu næringarfræðinámskeiði verður farið í grunnatriði næringarfræðinnar og leystar ýmsar þrautir, verkefni og leikir sem svara þessum spurningum og ótal mörgum öðrum. Rætt um hvaða næringarefni eru í matnum og hvaða áhrif þau hafa á líkamann okkar, líðan og árangur. Ráðleggingar um mataræði til að stuðla að vellíðan og heilbrigði verða kynntar.
 
Búið ykkur undir líflegan tíma sem reynir á heilastarfsemina, bragðskynið, lyktarskynið og fleira!

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Tveggja daga námskeið
Mynd
Image
Næringarfræðin  krufin til mergjar í HUF