Háskóli Íslands

Næringarfræði

Næringarfræði - Tveggja daga námskeið og örnámskeið

Hvaða áhrif hefur maturinn sem við borðum og næringin sem við fáum úr honum á það hvernig okkur líður? Eykur morgunmatur minni og námsárangur? Er hægt að bæta árangur í íþróttum með hollu mataræði?
 
Í næringarfræði námskeiðinu "Vellíðan unglinga – áhrif matarins" eru leystar ýmsar þrautir, verkefni og leikir sem svara þessum spurningum og ótal mörgum öðrum. Skoðað er hvaða næringarefni eru í matnum og hvaða áhrif þau hafa á líkamann okkar, líðan og árangur. Ráðleggingar um mataræði til að stuðla að vellíðan og heilbrigði eru kynntar. Búið ykkur undir líflegan tíma sem reynir á heilastarfsemina, bragðskynið, lyktarskynið og fleira!
 
Kennarar: Birna Þórisdóttir doktorsnemi í næringarfræði og stundakennari við Háskóla Íslands og Þórhildur Guðjónsdóttir nemi í næringarfræði við Háskóla Íslands.