Höfundur:
Eik Baldursdóttir, Matthildur Björnsdóttir og Birta Björg Heiðarsdóttir
Hrefna Rós Matthíasdóttir er 27 ára kennari í Háskóla unga fólksins og kennir blaða- og fréttamennsku. Þetta er fyrsta árið hennar hér sem kennari og hún vonast til þess að fá að halda áfram. Hún segir starfið í Háskóla unga fólksins vera krefjandi vegna þess að nemendurnir koma henni stöðugt á óvart og segist ekki vera vön kennarastöðunni. „Nemendurnir eru mjög áhugasamir og hugmyndaríkir“ segir Hrefna Rós um nemendur sína.
Hún útskrifast úr Háskóla Íslands með master í blaða- og fréttamennsku í júní 2015 og hefur unnið hjá RÚV í um hálft ár sem fréttamaður. Henni líkar staða sín sem fréttamaður á RÚV og hyggst ætla að halda þar áfram.