Háskóli Íslands

Háskóli unga fólksins er fyrir fróðleiksfúsa og fjöruga krakka á aldrinum 12-16 ára. Skólinn stendur yfir í tæpa viku og þá sækja nemendur fjölda stuttra námskeiða og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands.

Háskóli unga fólksins 2018

Háskóli unga fólksins 2018 verður haldinn dagana 11.-15. júní.
 
Skráning í Háskóla unga fólksins 2018 verður í seinnihluta maí mánaðar, nánari dagsetning auglýst síðar.
Skólinn er fyrir nemendur í 6. - 10. bekk grunnskóla, fædd 2002-2006. 
Við skráningu útbýr hver nemandi sína eigin stundatöflu, og hægt að velja úr fjölda námskeiða af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands. Það er mikilvægt að vera búin að kynna sér námskeiðsúrvalið vel fyrir skráningu. 
Á milli kennslustunda er mikið líf og fjör á háskólasvæðinu, farið í útileiki, haldin grillveisla og fleira skemmtilegt. Endilega fylgist líka með á facebook síðu Háskóla unga fólksins hér.
 

Fréttir frá nemendum Háskóla unga fólksins

Sævar Helgi Bragason verkefnastjóri á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands segir að hann myndi gera nánast hvað sem er fyrir að fara út...