Háskóli Íslands

Blaða- og fréttamennska

Í fréttum er þetta helst: Fréttamat og fréttaskrif - Tveggja daga námskeið og örnámskeið

Nemendur í blaða og fréttamennsku í Háskóla unga fólksins

Á hverjum degi þurfa fréttamenn að velja úr fjölda upplýsinga og ákveða hvað er frétt og hvað ekki. Hvar finna þeir fréttirnar og hvernig vita þeir hvað er frétt og hvað ekki?
 
Á námskeiðinu verður fjallað um þetta og einnig hvernig á að skrifa fréttir. Nemendur spreyta sig á að skrifa fréttir og fá að prufa tól og tæki sem fréttamenn nota við vinnu sína, myndavélar og hljóðnema.
 
Kennarar: Stefán Drengsson og Bára Huld Beck, MA-nemar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.