Háskóli Íslands

Stuttmynd um Háskóla unga fólksins 2015

Það var mikið líf og fjör í Háskóla unga fólksins í ár eins og sjá má í þessari skemmtilegu stuttmynd. Nemendur bjuggu til sína eigin stundatöflu og gátu valið úr tæplega 50 námskeiðum af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands. Allir fóru því heim með mikinn fróðleik í fararnesti.  Í frímínútum og hádegishléi var farið í leiki, grillað og vinaböndin styrkt. Um allt háskólasvæðið mátti sjá brosandi andlit. Unga fólkið kemur sannarlega með ferskan blæ með sér.