Háskóli Íslands

Pylsuskortur í Háskóla Unga Fólksins

Höfundur: 
Arnar Breki Ragnarsson og Ólafur Jóhann Steinsson

Þann 11. Júní voru gefins pylsur og safar fyrir nemendur Háskóla unga fólksins. Tveir ritarar tóku viðtal við Kristínu Ásu Einarsdóttir skólastjóra skólans og spyrðu hana út í pulsurnar og safana sem voru gefnir.

Kristín sagði að pylsurnar höfðu kostað um það bil þrjátíu þúsund krónur, en hún hafði enga hugmynd um hvað pylsubrauðin kostuðu því hún hafði ekki fengið reikningin fyrir þeim. Aðspurð um hvar hún fékk allir pylsurnar og pylsubrauði svaraði Kristín: „Við fórum bara í Bónus og keyptum pylsurnar“.                                

Kristín talar líka um að það hafi verið heilir 10 pakkar af pylsum í afgang og ennþá meira af pylsubrauðum þó hún gaf ekki nákvæma tölu.

Þegar hún var spurð hvers vegna öll börnin þurftu að bíða í röð svona lengi svaraði Kristín hugsi „Jaaá…Við erum bara ekki nógu fljót að grilla“. Svo bætir hún við „Og þið eruð svo mörg“.

Þegar spurt er um safana byrja hlutir að verða gruggugir. Þegar spurt er um hvar hún hafði fengið alla safana svaraði Kristín á móti „safana fengum við bara gefins frá Ölgerðinni… Þeir vildu bara styrkja unga fólkið“. Kristín talar líka um að það hafa verið 700 safar sem Ölgerðin gaf en sumir safar voru teknir frá fyrir hópana sem myndu svo fara í ferðir á þemadögunum næsta dag.  Hún segir líka að það hafi ekki verið neinn afgangur af söfunum sem höfðu ekki verið teknir frá. Þá er spurt hvort nemendur í HUF vilja frekar safa frekar en pulsur því meira fór út af safa. Þá svarar Kristín að henni finnist þetta grunsamlegt „Nei, ég held að maður vilji fá bæði“ svo bætir hún við „maður verður að hafa eitthvað til að skola pylsunni niður með…eitthvað að drekka“.