Háskóli Íslands

Raddir og rými í myndum

Raddir og rými í myndum (e. photovoice) - Tveggja daga námskeið 

Myndir segja meira en þúsund orð. 
 
En geta myndir hjálpað okkur að skilja okkur sjálf og samfélagið betur? Hvernig getum við notað myndir til að kalla fram hugmyndir og segja góða sögu? Hvaða sögu segjum við þegar við deilum myndum og er það sagan sem við viljum segja? 
 
Í þessu námskeiði vinnum við verkefni og tökum þátt í umræðum sem miða að því að skoða betur hvernig ungt fólk getur notað myndir til að miðla rödd sinni á skýran og áhrifaríkan hátt. Hvernig má til dæmis nota myndir til að velta fyrir sér ýmsum samfélagslegum málefnum, til að tjá skoðanir sínar og fá aukið rými. 
 
Kennarar: Eva Harðardóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Tinna Ottesen, kvikmyndakona og rýmissagnahöfundur.