Háskóli Íslands

Rafmagnsreikningur upp í 10 milljónir á ári

Höfundur: 
Sæbjörg Jóhannesdóttir, Una Hringsdóttir og Sunneva Sævarsdóttir

Tíu milljónir á ári fara í rafmagnsreikninga hjá Háskóla Íslands vegna mikillar notkunar á rafmagni segir Bjarni Grétar Bjarnason einn af umsjónarmönnum Háskóla Íslands. Það eru 1,5 milljón innstungna á öllu háskólasvæðinu.

„Ég er búinn að vera umsjónarmaður í Háskóla Íslands í 1 og hálft ár en krakkar koma mjög sjaldan til mín að kvarta undan innstunguleysi en það fer að koma að því að það vanti fleiri innstungur“ segir Bjarni Grétar.

Þuríður Davíðsdóttir og Valgerður Anna Einarsdóttir leiðbeinendur í Háskóla Unga Fólksins og nemendur við Háskóla Íslands segja að það séu svo margir nemendur með tölvur að það skorti innstungur.