Háskóli Íslands

Rannsóknarblaðamennska

Rannsóknarblaðamennska - Örnámskeið 

Nemendur Háskóla unga fólksins við skólasetningu

Hvað er rannsóknarblaðamennska? Hvernig sker hún sig frá annarri blaðamennsku? Hvað þarf til til að vera góður rannsóknarblaðamaður?
 
Nemendur örnámskeiðsins fá að kynnast störfum rannsóknarblaðamanna og viðfangsefnum þeirra. Einnig munum við skoða hvernig þáttur eins og fréttaskýringarþátturinn Kveikur er búinn til en umsjónarmenn örnámskeiðsins eru báðir úr teymi Kveiks.
 
Kennarar: Stefán Aðalsteinn Drengsson, framleiðandi í fréttaskýringarþættinum Kveik og Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður í fréttaskýringarþættinum Kveik.