Háskóli Íslands

Ritlist - Ritsmiðja

Ritlist - Ritsmiðja þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum - Tveggja daga námskeið 

Áherslan á námskeiðinu verður fyrst og fremst á ritun texta af ýmsu tagi. Skoðað verður hvaðan kveikjur og hugmyndir koma og hvernig þeim er fylgt eftir í skrifum.
 
Nemendur kynna einnig texta sína hver fyrir öðrum og skoða leiðir til að fara með þá lengra og dýpra.
 
Kennari: Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikari, leikstjóri, rithöfundur og stundakennari í ritlist við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands