Háskóli Íslands

Rússneska

Rússneska - Örnámskeið

Rússland er langstærsta land í heimi og á sér langa og merkilega sögu. Á námskeiðinu verður sagt frá nokkrum helstu stjórnendum landsins og merkisatburðum í gegnum tíðina. Kynntir verða til sögunnar rithöfundar og tónskáld sem höfðu mikil áhrif um allan heim með verkum sínum, lesin stutt saga og hlustað á tónlist. 
 
Farið verður yfir rússneska stafrófið, sem kallað er kyrillíska, og nemendur æfa sig í að bera fram stafina og skrifa nafnið sitt á rússnesku/kyrillísku.
 
Þá fá nemendur að spreyta sig á nokkrum einföldum rússneskum kveðjum og ávörpum sem gott er að kunna ef maður hittir rússneskumælandi fólk. 
 
Kennari: Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands