Háskóli Íslands

Sálfræði

Sálfræði náms: Lögmál hegðunar - Tveggja daga námskeið 

Vissir þú að hegðun manna og dýra stjórnast af lögmálum sem hægt er að nýta til að kenna nýja þekkingu eða hegðun mun hraðar en með hefðbundnum kennsluaðferðum? 
 
Atferlisgreining er undirgrein sálfræði sem rannsakar og nýtir þessi lögmál hegðunar á ótal sviðum bæði hjá mönnum og dýrum. Lögmálin hafa meðal annars verið notuð til að kenna og þjálfa upp færni í íþróttum, tónlist eða bóklegum fögum, til að fá fólk til að lifa á umhverfisvænni hátt, vera varkárt í umferðinni og afkastameira í starfi. Aðferðirnar hafa einnig nýst  gríðarvel til að kenna og þjálfa upp færni hjá fólki með heilaskaða eða alvarlega þroskaröskun. 
 
Í þessu námskeiði verða kennd grunnlögmál hegðunar, tekin verða dæmi úr daglegu lífi til að varpa ljósi á hvernig þessi lögmál stjórna hegðun okkar og farið verður yfir hvernig hægt er að nýta þau í daglegu lífi.  
 
Kennarar:  Harpa Óskarsdóttir, doktorsnemi og stundakennari í sálfræði við Háskóla Íslands og Rakel Sara Höskuldsdóttir, MS í sálfræði við Háskóla Íslands