Háskóli Íslands

Sálfræði

Sálfræði hugar og heila: Sjónskynjun og athygli - Tveggja daga námskeið 

Á námskeiðinu verður fjallað um ný taugavísindi, með sérstaka áherslu á virkni sjónskynjunarinnar og athyglinnar. Það hefur komið betur og betur í ljós að  við sjáum lítið af því sem við veitum ekki athygli. Notuð verða skemmtileg sýnidæmi til þess að varpa ljósi á þetta, meðal annars dæmi sem sýna fram á hversu ótrúlega blind við getum verið á stórar breytingar í sjónsviði, ef athygli okkar er bundin við annað. 
 
Kennari: Árni Kristjánsson, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands