Háskóli Íslands

Sameindalíffræði

Sameindalíffræði - Darwin, DNA og þróun lífssins   

Fjallað verður um byggingu DNA, breytileika á milli einstaklinga og þróun lífsins. Erfðaupplýsingar má nota á ýmsa vegu, til að greina faðerni, uppruna flensuveirunnar, lífsýni á glæpavettvangi og skyldleika þjóða og ólíkra tegunda.
 
Nemendur fá að einangra DNA og draga DNA á geli og kynnast tvíburarannsóknum á DNA-sviði. Þeir fá að kanna eigin bakteríuflóru og rækta upp bakteríur á agarskálum með og án sýklalyfja. Þau kynnast því hvernig við mögnum upp gen og vinnum með pípettur.
 
Darwin og þróunarkenningin verður kynnt og hvernig hægt er að útskýra allan breytileika lífvera með hugmyndum þróunar. 
 
Kennari: Katrín Halldórsdóttir, nýdoktor og verkefnisstjóri á rannsóknarstofu í stofnerfða- og þróunarfræði