Háskóli Íslands

Sameindalíffræði

Sameindalíffræði - Darwin, DNA og þróun lífssins - Örnámskeið 

Fjallað verður um byggingu DNA, breytileika á milli einstaklinga og þróun lífsins. Erfðaupplýsingar má nota á ýmsa vegu, til að greina faðerni, uppruna flensuveirunnar, lífsýni á glæpavettvangi og skyldleika þjóða og ólíkra tegunda.
 
Við skoðum áhrif sýklalyfja með ræktun baktería á agarskálum með og án sýklalyfja og ræðum þróun flensuveirunnar í því samhengi. Darwin og þróunarkenningin verður kynnt og hvernig hægt er að útskýra allan breytileika lífvera með hugmyndum þróunar.
 
Að lokum fá nemendur að einangra DNA úr jarðaberjum.
 
Kennari: Katrín Halldórsdóttir, PhD í stofnerfða- og þróunarfræði.
                                                          Landspítala og Háskóla Íslands.