Háskóli Íslands

Samskipti dýra - Dýrafræði

Samskipti dýra - Dýrafræði - Örnámskeið 

Félagssamskipti geta skipt sköpum úti í náttúrunni og sagt til um hvort dýrin finni sér, t.d. mat, maka, heimili, öryggi eða yfir höfuð lifi af. Leiðir dýra til samskipta eru oft æðifjölbreyttar og vekja gjarnan forvitni okkar mannanna.
 
Hversvegna eru samskipti svona mikilvæg mörgum spendýrum og það að tilheyra félagskerfi? Hvernig fara dýrin að því að „tala“ saman og tjá sig við hvort annað? Hvernig hafa félagssamskipti haft áhrif á þróun ýmissa spendýra, bæði líkamleg einkenni og atferlisfræðileg?
 
Í námskeiðinu munum við leita svara við þessum spurningum og mörgum fleiri. Við munum leggja áherslu á að kynnast spendýrum sem félagsverum og þörfum þeirra og aðferðum til samskipta.  
 
Kennari: Edda Elísabet Magnúsdóttir, líffræðingur og doktorsnemi við Háskóla Íslands