Háskóli Íslands

Samskipti og hópvinna

Samskipti og hópvinna

Að vera góður í samskiptum og kunna að vinna í hópi er talið skipta miklu máli fyrir líðan fólks og velgengni í lífinu. 
 
Að læra og kenna samskipti á virkan hátt í gegnum leik er aðferð sem lengi hefur verið notuð í félagsráðgjöf. Hugmynd aðferðarinnar er rakin til John Dewey (1859-1952), en hann sagði að mikilvægt væri að læra á virkan hátt með því að framkvæma. Skoða svo eftirá hvað hafi gengið vel og hvað síður. Á þennan meðvitaða hátt verði lærdómurinn skiljanlegri fyrir þann sem nemur og skili betri árangri.  
 
Í þessu námskeiði verður fjallað um einkenni hópa og góðra samskipta.  Kenndar verða æfingar til þess að efla samskipti einstaklinga og hópa. Nemendur fá tækifæri til þess að skoða mismunandi leiðir til samskipta í gengum hópa- og samskipta æfingar.
 
Kennari: Hervör Alma Árnadóttir, lektor við Félagsráðgjafadeild, Háskóla Íslands