Háskóli Íslands

Segir aðstöðuna í líkamrækt háskólans fína

Höfundur: 
Hanna Margrét Jónsdóttir, Bríet Reine Geirsdóttir og Sigurður Skorri Arnalds

„Aðstaðan í líkamsrækt HÍ er fín“ segir Hrafnhildur sem er að ljúka hjúkrunarfræði í HÍ. Þrír krakkar úr Háskóla unga fólksins kíktu í íþróttahús Háskóla Íslands. Í íþróttahúsi háskólans er lítill tækjasalur þar sem eru allskonar líkamsræktartæki. Þar er líka íþróttasalur sem er nokkuð stór. Íþróttahúsið er opið allt árið um kring.

Hrafnhildur fer nokkrum sinnum í viku í ræktina. Henni finnst tækin misgóð. Hún var að hlaupa í stigavél þegar blaðamenn Háskóla unga fólksins bar á vettvang. Árskort í háskólaræktina kostar átta þúsund. Þegar Hrafnhildur útskrifast úr hjúkrunarfræði ætlar hún að fara í líkamsrækt í World class.