Háskóli Íslands

Seinni skráning í Háskóla unga fólksins hefst kl. 18.00 í dag

Í dag kl. 18.00 hefst seinni skráning í Háskóla unga fólksins!
 
Skráningarhnappurinn er hægra megin hér á forsíðunni. 
 
Verið viðbúin því að ekki komast allir að.  Síðustu ár hafa færri komist að en vilja og það sama blasir við í sumar. 
 
Ólíklegt er að vinir og systkini geti verið saman í öllum námskeiðum þar sem mörg þeirra eru fljót að fyllast.  Allir hittast í frímínútum og í löngu matarhléi og undanfarin ár hafa því allflestir notið skólans til fulls þótt ekki hafi verið setið með vinum og/eða systkinum í öllum námskeiðum.   
 
Hver og einn nemandi útbýr sína eigin stundatöflu og því er gott að kynna sér vel fyrirkomulagið. 
 
Verið búin að lesa yfir góð ráð í skráningu.
 
Verið tilbúin með lista yfir fög til vara fyrir hvern kennslutíma. 
 
Við hvetjum nemendur sem áður hafa verið í Háskóla unga fólksins til að prufa önnur námskeið í ár en valin voru síðast. Það er mun fróðlegra og skemmtilegra að upplifa eitthvað nýtt og spennandi en að sitja sama námskeiðið tvö ár í röð. 
 
Við hlökkum til komu nemenda Háskóla unga fólksins dagana 10. – 13. júní.