Háskóli Íslands

Seinni skráningardagur í Háskóla unga fólksins 2015 verður mánudaginn 1. júní kl. 18.00

Skráningar fara eingöngu fram rafrænt hér á vef skólans. Endilega kynnið ykkur góð ráð við skráningar.
 
Skráningarhnappurinn er hægra megin á forsíðunni.
 
Hver og einn nemandi útbýr sína eigin stundatöflu og velur 4 tveggja daga námskeið, 1 þemadag og 2 örnámskeið. Allir sækja Lokahátíð og vísindagleði í lok skólans og þá má bjóða foreldrum / forráðamönnum og systkinum með.
 
Við hvetjum ykkur til að hafa við höndina lista yfir óska námskeiðin, auk lista yfir námskeið til vara ef óska námskeiðin eru kennd á sama tíma eða ef einhver þeirra eru orðin fullbókuð. Tímatöfluna okkar má finna hér.
 
Síðustu ár hafa færri komist að en vilja og það sama blasir við í sumar. 
 
Hér má sjá dæmi um stundatöflu nemanda.