Háskóli Íslands

Sjálfsmyndarýni

Sjálfsmyndarýni - Tveggja daga námskeið 

Hafið þið pælt í því hversu flókið og fjölbreytilegt samfélagið okkar er? Hvernig pössum við sjálf eiginlega inn í þennan fjölbreytta og flókna veruleika?  Hver er okkar staður og hvar upplifum við það að tilheyra hópi eða samfélagi?
Kannski getum við fundið svörin með því að taka myndir af umhverfinu okkar, samfélaginu og fólkinu í kringum okkur? 
 
Markmið námskeiðsins er að fá nemendur til að rýna í menningarlegan margbreytileika í íslensku samfélagi ásamt því að skoða eigin stöðu og sjálfsmynd innan þess. Nemendur fá tæki og tól til þess að draga upp mynd af sjálfum sér í gegnum aðferðir 'photovoice' í anda gagnrýnna uppeldisfræða þar sem unnið er með ljósmyndir sem þau taka sjálf. 
 
Kennarar: Eva Harðardóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Tinna Ottesen og Janus Bragi Jakobson, kvikmyndagerðafólk.