Háskóli Íslands

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun eftir liðbandameiðsli - Örnámskeið 

Nemar Háskóla unga fólksins sitja við Aðalbygginguna.

Íþróttamenn meiðast oft og fara í sjúkraþjálfun til að geta haldið áfram í íþróttum. Í þessu námskeiði læra nemendur um liðbandaskaða; ökklatognun og krossbandaskaða á hné. 
 
Nemendur læra hvernig slysin gerast, hvernig meta má hversu mikið íþróttamaðurinn er slasaður, og hvernig sjúkraþjálfarar meta hvenær íþróttamaðurinn er tilbúinn til að æfa íþróttir aftur. Nemendur æfa sig í að framkvæma allar prófanir á hverjum öðrum. 
 
Kennari: Haraldur B. Sigurðsson, löggiltur sjúkraþjálfari og doktorsnemi við Háskóla Íslands.