Háskóli Íslands

Skráning hefst í dag kl. 18:00

Í dag hefst skráning í Háskóla unga fólksins!
 
Skráningarhnappurinn er hægra megin á forsíðu ung.hi.is. 
 
Vinsælustu námskeiðin fyllast nánast um leið og við opnum fyrir skráningu svo það er mikilvægt að við séum öll tilbúin. 
 
Hver og einn nemandi útbýr sína eigin stundatöflu og því er gott að kynna sér vel fyrirkomulagið og námskeiðin sem í boði eru áður en skráning hefst. Við hvetjum ykkur til að hafa við höndina lista yfir óska námskeiðin, auk lista yfir námskeið til vara ef óska námskeiðin eru kennd á sama tíma eða ef einhver þeirra eru orðin fullbókuð. Tímatöfluna okkar má finna hér. 
 
Einnig hvetjum við nemendur sem áður hafa verið í Háskóla unga fólksins til að prufa önnur námskeið í ár en valin voru síðast. Það er mun fróðlegra og skemmtilegra að upplifa eitthvað nýtt og spennandi heldur en að sitja sama námskeiðið tvö ár í röð. 
 
Við vonumst til að sjá sem flesta og hlökkum til!