Háskóli Íslands

Skráning í Háskóla unga fólksins 2016 hefst miðvikudaginn 1. júní kl. 18.00

Skráning í Háskóla unga fólksins 2016 hefst miðvikudaginn 1. júní kl. 18.00 og fer eingöngu fram rafrænt hér á heimasíðu skólans.
Hægt verður að skoða endanlegan námskeiðslista frá miðjum maí hér.
 
Gott að hafa þessi atriði í huga við skráningu.
 
1. Verið viðbúin þegar skráningin opnar! Vinsælustu námskeiðin eru fljót að fyllast svo það er mikilvægt að við séum öll tilbúin. 
 
2.  Kynnið ykkur námskeiðin sem eru í boði. Hver og einn nemandi útbýr sína eigin stundatöflu og því er gott að kynna sér vel fyrirkomulagið og  námskeiðin sem í boði eru áður en skráning hefst. Við hvetjum ykkur til að hafa við höndina lista yfir óska námskeiðin, auk lista yfir námskeið til vara ef óska námskeiðin eru kennd á sama tíma eða ef einhver þeirra eru orðin fullbókuð. 
 
3. Það er skemmtilegra að prófa eitthvað nýtt. Nemendur sem áður hafa verið í Háskóla unga fólksins ættu að prófa önnur námskeið í ár en valin voru síðast. Það er mun fróðlegra og skemmtilegra að upplifa eitthvað nýtt og spennandi heldur en að sitja sama námskeiðið tvö ár í röð.
 
4. Það borgar sig að vera fljótur. Af tæknilegum ástæðum eru tímamörk á því hve lengi hægt er að staldra við inná hverri síðu í skráningarkerfinu. Þess vegna borgar sig að vera búin að ákveða valið og vera snöggur að velja.
 
5. Verið með upplýsingarnar tilbúnar. Á skráningarforminu er beðið um eftirfarandi upplýsingar. Netfang, kennitölu, heimilisfang og símanúmer nemanda og greiðanda. Símanúmer og netfang greiðanda og nemanda má vera það sama, t.d. ef börnin eru ekki með slíkt. Einnig er beðið um greiðsluupplýsingar. Hægt er að borga með kreditkorti, millifærslu úr heimabanka eða gjafakorti. Ef greitt er með kredit- eða gjafakorti er gott að hafa það við höndina. 
 
6. Verið því viðbúin að ekki komast allir að. Síðustu ár hafa færri komist að en vilja og það sama blasir við í sumar. 
 
7. Ekki er víst að vinir eða systkini geti verið saman í tímum. Algengt er að vinir vilji vera saman í tímum, en þar sem mörg fög eru fljót að fyllast er ekki víst að það sé hægt.
 
Við óskum ykkur góðs gengis við skráninguna og hlökkum til að sjá ykkur í sumar!