Háskóli Íslands

Skráning í Háskóla unga fólksins í dag

Skráning í Háskóla unga fólksins 2011 hefst á ung.hi.is mánudaginn 9. maí kl. 12.00.

Skólahald fer fram dagana 6.-10. júní  á háskólasvæðinu. Háskóli unga fólksins er opinn fyrir nemendur fæddir á árunum 1995-1999.

Sem fyrr er námsframboð skólans afar fjölbreytt og af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands. Um þrjátíu námskeið verða í boði og farið verður vítt um heima og geima vísindanna.

Hver nemandi getur valið 6 námskeið og einn þemadag. Takmarkaður fjöldi er í hvert námskeið og því kann að vera að einhver fyllist fyrr en önnur.

Öll skráning fer fram með rafrænum hætti á ung.hi.is og þar er að finna allar nánari upplýsingar um Háskóla unga fólksins.

Fyrirspurnir má senda á ung@hi.is eða hringja í síma 525 4207.

Námskeiðsgjald er 17.500 krónur og það greiðist með greiðslukorti við skráningu. Innifalið í námskeiðsgjaldi Háskóla unga fólksins er hádegisverður alla kennsludaga og öll námskeiðsgögn.