Háskóli Íslands

Skráningar hefjast í dag kl.18.00

Í dag (14. maí) verður opnað fyrir skráningar í Háskóla unga fólksins 2014 á slaginu kl.18.00.  Skoða má námskeiðin sem eru í boði hér.   Búast má við miklu álagi og því biðjum við alla að sýna þolinmæði og reyna aftur ef ekki tekst að skrá í fyrstu atrennu. Sum námskeið munu fyllast á fyrstu mínútunum, þannig að það er mjög gott að vera með 2-3 námskeið í huga til vara.
 
Nemendur velja 6 námskeið, einn þemadag og þrjú örnámskeið. Upplýsingar um námskeið og þemadaga.  Tímatöflu Háskóla unga fólksins 2014 má sjá neðst á síðunni um námskeið.  Þar má sjá lista yfir öll námskeiðin, hvað er námskeið, hvað er þemadagur, hvað er örnámskeið og klukkan hvað námskeiðin eru kennd.  
 
Námskeiðisgjald er 19.000 krónur og greiðist það með greiðslukorti eða millifærslu þegar gengið er frá skráningu. 
 
Við biðlum til nemenda sem hafa verið í Háskóla unga fólksins áður og verið á námskeiðum í Efnafræði, Eðlisfræði eða Stjörnufræði að velja önnur námskeið í ár til að hleypa þeim sem aldrei hafa komist á þessi námskeið að. Það er líka meira gaman að upplifa nýja hluti heldur en að sitja sama námskeiðið tvö, þrjú ár í röð.
 
Gangi ykkur allt í haginn með skráningarnar.