Háskóli Íslands

Spænska

Spænska - Hola, ¿Qué tal? -  Tveggja daga námskeið                               

Háskóli ÍslandsHvað skyldu Fernando Torres, Penélope Cruz, Shakira og Lionel Messi eiga sameiginlegt? Hvað er eiginlega salsa, tortilla og jamón? Hvernig getur það gagnast mér að kunna spænsku? Spænska er móðurmál um 400 milljóna manna í meira en tuttugu löndum og er eitt mest talaða tungumál heimsins í dag. Í námskeiðinu fá nemendur innsýn í spænska tungu og þá fjölbreyttu menningarheima sem að baki henni standa. Nemendur læra einfaldar setningar, ýmis gagnleg orð og kynnast fjölbreytileika hins spænskumælandi heims í gegnum ýmsa miðla, s.s. tónlist og myndir.

Kennari: Sigrún Magnúsdóttir, stundakennari í spænsku við Háskóla Íslands