Háskóli Íslands

Stærðfræði

Stærðfræði - Örnámskeið

Langar þig að reikna skemmtileg stærðfræðidæmi? Hefur þú gaman af því að hugsa út fyrir kassann?

Á námskeiðinu verður farið yfir Ólympíska stærðfræði og aðrar stærðfræðiþrautir sem hvetja til rökhugsunar. Ólympískar stærðfræðiþrautir byggjast á ýmsum greinum stærðfræðinnar svo sem flatarmálafræði, hornafræði, talningarfræði og ýmsu öðru skemmtilegu. 

Kennari: Sóley Benediktsdóttir, BS nemi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands