Háskóli Íslands

Steinaríkið

Steinaríkið - Jarðvísindi 

Finnst þér gaman að skoða alls konar steina úti í náttúrunni?
 
Í örnámskeiðinu um steinaríkið munum við skoða alls konar grjót og steina, bæði íslenska og útlenska, hraun og hrafntinnu, kristalla og steingervinga, létta og þunga, litríka og einsleita.
 
Hvernig myndast allir þessir mismunandi steinar og hvaða umhverfisaðstæður ráða því hvaða steinar eru til á hverjum stað? Hvaða steinar eru sjaldgæfir á Íslandi og eru kannski til séríslenskir steinar? Er hægt að nota steina og grjót í eitthvað nytsamlegt? Við munum skoða þetta allt saman á námskeiðinu og að sjálfsögðu fá þátttakendur sjálfir að handleika og grandskoða steinana.
 
Ef þið eigið fallega eða áhugaverða steina megið þið endilega koma með þá á námskeiðið og við getum skoðað þá saman.
 
Kennari: Snæbjörn Guðmundsson, doktorsnemi í jarðfræði við Háskóla Íslands