Háskóli Íslands

Steinsteypusmiðja

Steinsteypusmiðja - Tveggja daga námskeið 

Steinsteypa er mest nýtta manngerða efni í heiminum í dag og við sjáum hana nánast alls staðar í kringum okkur í daglegu lífi. Á Íslandi er steypa sérstaklega mikilvægt byggingarefni enda eigum við mikið af góðu hráefni í hana.
 
En úr hverju er steypa og hvað gerist nákvæmlega þegar hún er blönduð? Er hægt að nota hvaða efni sem er í steypuna eða þarf að vanda efnisvalið? Hvað skiptir mestu máli fyrir eiginleika steypunnar? Og er það rétt að Rómverjar hafi notað steypu með eldfjallaösku og hvað eru elstu steinsteypubyggingar í heimi?
 
Á námskeiðinu munum við leita svara við öllum þessum spurningum og fleiri til. Svo munum við prófa að blanda mismunandi gerðir af steinsteypu, sjá hana harðna við ólíkar aðstæður, prófa að brjóta hana í stórri pressu og steypa svo hluti í mótum, sem hægt verður að taka með heim.
 
Kennari: Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og kennari við Vísindasmiðju Háskóla Íslands