Háskóli Íslands

Stjórnmála- og kynjafræði – Þemadagur

Íslensk stjórnmál í dag: Vald, jafnrétti og ungt fólk .  Stjórnmála- og kynjafræði – Þemadagur

Á þemadeginum skyggnumst við bakvið tjöldin og skoðum hvað gerir pólitík svona spennandi og áhugaverða, fyrir konur, karla og alla aðra. Farið verður í vettvangsferðir í Ráðhús Reykjavíkur og Alþingishúsið þar sem nemendur fá að skoða sig um og ræða við borgarstjórann og alþingismenn.
 
Við veltum því fyrir okkur hvernig lýðræði virkar, hverjir fara með valdið í landinu og hvort gætt sé að jafnrétti í því. Einnig skoðum við hvaða leiðir ungt fólk hefur til að hafa áhrif á stjórnmál á Íslandi. Ýmsum spurningum verður velt upp um stjórnmál á Íslandi: Af hverju eru færri konur en karlar á þingi? Af hverju eru allir þingmenn hvítir og hvernig hentar þingsalurinn fyrir fólk með hreyfihömlun? Er margt hinsegin fólk á þingi? Hvað gerir mannréttindaráð Reykjavíkurborgar? Ætti ungt fólk að hafa meiri áhrif á íslenska pólitík?
 
Nemendur og kennarar fara yfir efni sem tengist vettvangsferðunum og flétta saman kynjafræði og stjórnmálafræði með skapandi hætti.
 
Kennarar: Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur, stundakennari við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og doktorsnemi við Háskóla Íslands og Jón Gunnar Ólafsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, stundakennari við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og doktorsnemi við Goldsmiths, University of London. 
 

 

Íslensk stjórnmál í dag: Vald, jafnrétti og ungt fólk