Háskóli Íslands

Tækjaforritun

Tækjaforritun Raspberry pi - Tveggja daga námskeið og örnámskeið

Tölvur tengdar við raunheiminn
 
Í tækjaforritun tengjum við tölvur við einföld tæki eins og ljós eða mótora og forritum tölvur til að stýra tækjunum. Þátttakendur þurfa enga reynslu af forritun en boðið verður upp á verkefni í hvoru tveggja Scratch og Python fyrir mismunandi reynslu- og getustig.
 
Verkefnin verða blanda af einföldum lokuðum verkefnum eftir forskrift þar sem forritunarmálin eru kynnt, og opnum verkefnum þar sem þátttakendur fikta og gera sín eigin tæki. Ef tími gefst eru tölvurnar tengdar við rofa eða skynjara svo hægt sé að stýra tækjunum án þess að nota mús eða lyklaborð.
 
Kennari: Martin Swift, eðlisfræðingur, starfsmaður Vísindasmiðjunnar og leiðbeinandi við Háskóla Íslands