Táknmálsfræði

Vissir þú að á Íslandi eru til tvö íslensk mál? Það eru íslenska og íslenskt táknmál.

Hvernig líst þér á að koma í smá ferðalag inn í heim íslenska táknmálsins? Að læra íslenskt táknmál er skemmtilegt og öðruvísi en annað tungumálanám því málið er bara kennt í gegnum sjónina, ekki heyrnina.

Í þessu námskeiðið lærum við grunnatriðin í íslensku táknmáli s.s. að stafa nafnið okkar og segja frá fjölskyldu okkar og tákn fyrir vikudaga, mánuði, fatnað og liti. Við æfum nokkra einfalda frasa og lærum að syngja einfalt lag á íslensku táknmáli. Þá lærum við líka sitthvað um heim og menningu döff fólks.  

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Örnámskeið
Mynd
Image
Kennsla í táknmáli í HUF