Háskóli Íslands

Það er fullbókað í Háskóla unga fólksins 2015

Við þökkum kærlega fyrir þær gríðargóðu viðtökur sem Háskóli unga fólksins hefur fengið á síðustu vikum og hlökkum til að sjá nemendur spræka miðvikudaginn 10. júní kl. 8.30 þegar afhending stundatöflu fer fram og skólinn verður settur.
 
Þessi mikli áhugi unga fólksins á námi, vísindum og rannsóknum er sannarlega jákvæður og góðs viti fyrir komandi framtíð.  
 
Því miður komust færri að en vildu líkt og fyrri ár.
Við tökum á móti skráningum á biðlista fyrir Háskóla unga fólksins.   Athugið að haft verður samband að fyrra bragði fyrir kl. 17 mánudaginn 8. júní við hlutaðeigandi ef pláss losna í Háskóla unga fólksins 2015.