Háskóli Íslands

Þemadagur í Háskóla unga fólksins

Nú stendur yfir þemadagur í Háskóla unga fólksins.  Nemendur eru hér og þar á háskólasvæðinu og einnig úti í bæ t.d. að skoða jarðlög og Ríkisútvarpið, og meira að segja líka úti á sjó að skoða hvali. Nemendur í heimspeki sömdu þetta heimspekiljóð í morgunsárið þar sem allir krakkarnir komu með eina setningu í ljóðið.

 
Hvað er heimspeki?
 
Heimspeki er það sem brýtur 
veggi alheimsins og fastrar hugsunar
og teygir sig lengra en það
sálin getur ekki verið ill,
aðeins hugurinn...
Við fæðumst autt blað, verðum að listaverki
en við ráðum hvort við málum það sjálf
eða aðrir
Maðurinn mótast af samspili eðlis og 
samfélags
Það veit engin neitt
Þetta er gagnrýni um að 
enginn hefur rétt fyrir sér
Því hver er hugmynd hófanna um hestinn?
Illska stafar ekki af illu innræti
heldur af hugsunarleysi
Heimspekingar geta spekúlerað um
hvað sem er
 
Myndirn er tekin í heilsu og heilbrigði þemadegi.