Háskóli Íslands

Þrjátíu námskeið staðfest

Um þrjátíu námskeið eru staðfest í Háskóla unga fólksins næsta sumar. Námskeiðin eru fjölbreytt og af öllum fræðasviðum skólans.

Undirbúningur og skipulag á námskeiðum HUF stendur nú yfir. Kennt verður með hefðbundnu sniði vikuna 6. - 10. júní en miðvikudagurinn 8. júní verður þemadagur. Kennarar eru eins og venjulega frá Háskóla Íslands og eru þeir hvoru tveggja gamalreyndir og glænýir.

Eins og venjulega verður úr mörgu að velja fyrir fróðleiksfúsa námsmenn. Af staðfestum námskeiðum verður meðal annars hægt að velja námskeið í japönsku, stjörnufræði, nýsköpun, fornleifafræði, þjóðfræði, jarðvísindum, líffræði og stjórnmálafræði.