Háskóli Íslands

Þýska

Þýska – Bitte schön

Nemar að leik; Háskóli unga fólksins

Í þessu námskeiði verður leikið og sungið á þýsku. Hvernig ætli Meistari Jakob hljómi á þýsku? Við ætlum að mynda stuttar gagnlegar setningar eins og t.d. að kynna okkur og þakka fyrir okkur. Við æfum okkur einnig í að panta mat á veitingastað og útbúum okkar eigið orðasafn yfir mikilvægustu orðin. 
Með bestu kveðju, Þórunn Elín Pétursdóttir
Í þessu námskeiði verður leikið og sungið á þýsku. Hvernig ætli Meistari Jakob hljómi á þýsku? Við ætlum að mynda stuttar gagnlegar setningar eins og t.d. að kynna okkur, heilsa fólki og kveðja og þakka fyrir okkur. Við æfum okkur einnig í að panta mat á veitingastað og útbúum okkar eigið orðasafn yfir mikilvægustu orðin. Ef tími gefst til fáum við líka að kynnast þýskum staðháttum og menningu. 
 
Kennari: Þórunn Elín Pétursdóttir þýskukennari.