Háskóli Íslands

Tilfinningar og geðheilsa

Tilfinningar og geðheilsa - Örnámskeið 

Það er mikilvægt fyrir alla að hlúa að eigin geðheilsu og að kunna inn á tilfinningar sínar, góðar og erfiðar. Flestir hafa lent í því að kvíða ótrúlega mikið fyrir einhverju og fresta því endalaust eða jafnvel sleppa. Öllum líður líka einhvern tíma illa og finna fyrir mikilli depurð. En hvenær er kvíði orðinn svo hamlandi eða tilfinningar orðnar svo sterkar að maður ætti að leita sér aðstoðar?
 
Á námskeiðinu verður fjallað um geðheilsu, tilfinningar, helstu geðraskanir sem ungt fólk glímir við og hvert sé hægt að leita þegar vandi kemur upp. Það verður líka fjallað um hverju aðstandendur fólks með andleg vandamál þurfa að huga að og hvað allir geta gert til að hjálpa sér að líða betur.
 
Námskeiðið er gagnlegt öllum því geðheilsan fylgir okkur út lífið og flestir munu lenda í því að glíma við sálrænan vanda eða vera aðstandandi. Námskeiðið er fræðandi en samt á mannamáli, nemendur eru hvattir til að taka þátt í umræðum og spjalla við kennara!
 
Kennarar: Fræðslustýrur Hugrúnar, geðfræðslufélags háskólanema, Kristín Hulda Gísladóttir og Sóley Siggeirsdóttir, meistaranemar í klínískri sálfræði.